VÍÐISMENN LÁGU ILLA
Bjartsýnistilfinningin sem sveif um í hugum VF-manna í síðustu viku og sagði Víðismenn í stuði vék fyrir þunglyndisskýjum eftir 2-5 tap Garðbúa á heimavelli gegn Stjörnumönnum. Víðismenn léku í gærkveldi gegn KA og ákváð blm. að verða spar á yfirlýsingarnar að þessu sinni og krossleggja fingurna í staðinn en VF fór í prentun áður en leiknum lauk.