Víðismenn lágu á heimavelli
Sjö leiki fóru fram í 32 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Í Garðinum áttust við Víðir og Þór Akureyri þar sem gestirnir sigruðu, 1:2, Guðmundur Brynjarsson skoraði eina mark heimamanna á 73. mínútu en Jóhann Þórhallsson skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og Alexander Santos bætti við öðru marki á 31. mínútu.