Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 10:33

VÍÐISMENN KÆRA ÓLA ÞÓR

Víðismenn kæra Óla Þór Knattspyrnumaðurinn góðkunni Óli Þór Magnússon gekk skömmu fyrir undanúrslitaleikinn í raðir Njarðvíkinga úr Víði. Njarðvíkingar fengu samþykki mótsstjóra fyrir því að Óli léki með liðinu en að leik loknum kærðu Víðismenn úrslit leiksins vegna þátttöku Óla Þórs. Gunnlaugur Hreinsson mótsstjóri sagði kæru Víðismanna leiðindamál. „Það var gert samkomulag fyrir fimm árum síðan um að æfingamót væri að ræða gagnvart félagaskiptum þó farið væri skv. reglum um leikbönn. 1997 vann Víðir Njarðvík 2-1 og þá var Njarðvíkingur í Víðisliðinu. Ég vona að Víðismenn sjái að sér og virði gert samkomulag um þessa hluti.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024