Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn í vandræðum
Þröstur Ingi Smárason hefur haft í nógu að snúast í marki Víðis á tímabilinu. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 22. júní 2021 kl. 16:53

Víðismenn í vandræðum

Víðir - Elliði 0:4

Það gengur hvorki né rekur hjá Víðismönnum þessa dagana, þeir töpuðu illa í gær þegar þeir léku heimaleik gegn Elliða í 3. deild karla í knattspyrnu.

Víðir, sem féll úr 2. deild í fyrra, hefur gengið bölvanlega í Íslandsmótinu í ár en liðið hefur nú ekki unnið leik síðan í lok maí og situr fyrir neðan miðja deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynir - Magni 2:2

Reynir hefur verið á góðri siglingu í 2. deild karla en Reynismaskínan hökti lítillega um helgina þegar Magni frá Grenivík kom í heimsókn.

Magnús Magnússon kom Reynismönnum á bragðið með marki á fjórðu mínútu en Magni jafnaði leikinn skömmu síðar (15'). Magnús var aftur á ferðinni á 36. mínútu og höfðu Reynismenn eins marks forystu í hálfleik (2:1).

Snemma í seinni hálfleik fækkaði í hópnum hjá Reyni þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt (57').

Það leit allt út fyrir að Reynir ætlaði að sigla sigrinum heim en á þriðju mínútu uppbótartíma jöfnuðu Magnamenn.

Reynismenn halda toppsætinu en KV er jafnt þeim að stigum.

Haraldur Guðmundsson, þjálfari Reynis, hefur væntanlega orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin í leik Reynis og Magna en Reynismenn halda toppsæti annarrar deildar þrátt fyrir jafnteflið. Mynd úr safni Víkurfrétta