Víðismenn í sterkri stöðu í 3. deild
Suðurnesjaliðin náðu sér í stig um helgina
Línur eru óðum að skýrast í 3. deild karla í fótboltanum, en Víðismenn eru komnir í góða stöðu og virðast líklegir til þess að fara upp í 2. deild í haust. Fimm umferðir eru eftir í 3. deildinni.
Víðismenn gerðu 1-1 jaftefli í toppslag gegn Einherja á útivelli í gær, en liðin voru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Það var Aleksandar Stojkovic sem skoraði mark Garðbúa. Víðir er sem stendur í öðru sæti með níu stiga forystu á næsta lið. Tindastóll er hins vegar fimm stiga forskot á toppnum.
Þróttarar voru í hátíðarskapi og lögðu KFS 1-0 á heimavelli sínum í gær. Það var Tómas Ingi Urbancic sem skoraði sigurmarkið fyrir þá appelsínugulu. Vogamenn eru nú í sjötta sæti, víðsfjarri fallbaráttunni.
Einu sæti fyrir ofan Þróttarar eru Sandgerðingar sem gerðu 1-1 jafntefli við Vængi Júpíters á föstudag. Róbert Freyr Samaniego gerði mark Sandgerðinga í leiknum.