Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn geta komist í úrslitaleikinn í dag
Þriðjudagur 4. september 2007 kl. 10:34

Víðismenn geta komist í úrslitaleikinn í dag

Víðir og Hamar mætast í sínum öðrum leik í undanúrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu í dag. Víðismenn höfðu 3-0 sigur í fyrri leik liðanna á Garðsvelli og hafa því nokkuð vænlega stöðu fyrir leikinn sem hefst kl. 17:30 á Grýluvelli í Hveragerði.

 

Í hinum undanúrslitaleikjunum mætast Grótta og Hvöt þar sem Grótta hefur betur 3-1. Víðismönnum dugir jafntefli og þeir mega jafnvel tapa leiknum 2-0 í dag en ef Hamar vinnur leikinn 3-0 þarf að grípa til framlengingar.

 

Þau lið sem komast áfram í dag munu mætast í úrslitaleik 3. deildar þann 9. september kl. 14:00.

 

VF-mynd/ [email protected] - Tekst Steinari Ingimundarsyni að fara með Víðismenn alla leið?

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024