Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn gerðu jafntefli í rokinu
Jóhann Þór skoraði mark Víðis en hann hefur skorað ellefu mörk fyrir Víði í sumar, þar af sex úr víti. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 5. september 2021 kl. 13:09

Víðismenn gerðu jafntefli í rokinu

Víðir tók á móti botnliði Tindastóls í þriðju deild karla í knattspyrnu í gær. Aðstæður buðu ekki upp á neina fótboltaveislu en fimmtán metrar á sekúndu og rigning gerðu leikmönnum erfitt fyrir.

Víðismenn voru betri aðilinn en þeir léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en boltinn rataði ekki sína leið í netið hjá gestunum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri.

Í seinni hálfleik voru það gestirnir sem komust yfir á 65. mínútu en Jóhann Þór Arnarsson jafnaði skömmu síðar (70').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir mýmörg færi tókst Víðismönnum ekki að út um leikinn og má þar kannski kenna aðstæðum um en rokið og rigningin jukust eftir því sem leið á leikinn.

Víðir situr í áttunda sæti þriðju deildar með 26 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Víðismenn eiga þó leik gegn KFG til góða og verður hann leikinn á þriðjudag.