Víðismenn fyrstir á grasið
Víðir Garði sigraði Ísbjörninn örugglega 7-2 í fyrsta mótsleik ársins á Íslandi á grasi en leikið var á Garðskagavelli á laugardag. Einar Karl Vilhjálmsson skoraði þrjú mörk í leiknum en þeir Garðar Sigurðsson, Róbert Örn Ólafsson, Ísak Örn Þórðarson og Helgi Þór Jónsson skoraðu eitt mark hver.
Þetta var þriðji leikur Víðismanna í riðlinum en áður hafði Víðir unnið Kóngana 8-2 og Létti 6-1.
Byrjunarlið Víðis í leiknum:
Arnar Freyr Smárason
Árni Þór Ármannsson
Garðar Sigurðsson
Gylfi Örn Á Öfjörð
Ísak Örn Þórðarson
Jón Gunnar Sæmundsson
Rafn Markús Vilbergsson
Róbert Örn Ólafsson (f)
Sigurður Elíasson
Sindri Þór Skarphéðinsson (m)
Tómas Pálmason