Víðismenn fagna 75 ára afmæli í dag
Mikið verður um dýrðir í Garðinum í dag. Knattspyrnufélagið Víðir fagnar 75 ára afmæli sínu um leið og liðið tekur á móti liði Vængja Júpiters í 3.deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Frekari skemmtidagskrá verður í dag en félagið var 75 ára þann 11. maí.
Kl. 11:00 Ratleikur (hefst við Kaupfélagið - endar á Víðisvelli)
Kl. 12:00 Leikir fyrir börn og fullorðna á Víðisvellinum.
Kl. 13:00 Grill í boði Víðis
Kl. 14:00 Víðir gegn Vængjum Júpíters frítt á leikinn. Léttar kaffiveitingar í hálfleik og vítaspyrnukeppni fyrir krakkana.
Kl. 22 Kaffihúsastemming í Samkomuhúsinu. Hermann Ingi Hermannsson leikur ljúf lög. Kostar 1000.-kr inn. Gestir koma sjálfir með drykkjarföng.