Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir úr leik eftir umdeilt mark
Hart var barist í Garðinum í gær. Myndir/[email protected]
Miðvikudagur 28. maí 2014 kl. 10:19

Víðir úr leik eftir umdeilt mark

Víðismenn voru ekki langt frá því að leggja Valsmenn af velli í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu á heimavelli sínum í gær. Fölmargir lögði leið sína á Nesfisk-völlinn þar sem úrvalsdeildarliðið hafi 0-1 sigur eftir umdeilt mark undir lok leiks.

Víðismenn vörðust vel í leiknum og börðust eins og ljón. Víðismenn sem leika í 3. deild báru ekki of mikla virðingu fyrir andstæðingum sínum sem áttu í mesta basli með að brjóta vörn Suðurnesjamanna á bak aftur. Með smá heppni hefðu heimamenn getað náð forystunni í leiknum en Ísak Örn Þórðarson komst einn inn fyrir vörn Valsmanna en náði ekki að klára færi sitt. Víðsmenn voru alltaf líklegir í sóknarleiknum og sköpuðu jafnan hættu við mark gestanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var svo á 80. mínútu sem Valsmenn skoruðu sigurmarkið en svo virtist sem boltinn hefði aldrei farið yfir marklínuna. Víðismenn voru ekki á því að um mark væri að ræða og mótmæltu hástöfum. Markið stóð og sigurinn varð því Valsmanna.

Myndasafn má sjá hér.

Er boltinn inni? (mynd af facebook-síðu Víðis)

Dómarinn sá ekki ástæðu til þess að spjalda Kolbein framherja Vals. Sindri markvörður Víðs þurfti að yfirgefa völlinn eftir þennan árekstur. (mynd af facebook-síðu Víðis)

Ísak Örn í upplögðu marktækifæri.

Boltinn á leið í markið. Varnarmaður bjargar á línu en dómari telur að boltinn hafi verið inni.

Víðismenn ekki sáttir við ákvörðunina.