Víðir upp í 1. deild?
Þrátt fyrir að knattspyrnulið Víðis úr Garði hafi lent í 3. sæti í 2. deild karla á nýafstöðnu tímabili, þá getur farið svo að félagið leiki í 1. deild karla á næstu leiktíð. Að undanförnu hafa verið uppi viðræður á milli úrvalsdeildarliða Fram og Fjölnis um að sameina félögin og það þýðir að félögin myndu tefla fram sameiginlegu liði á næsta tímabili. Ef af verður þá þýðir það að Selfoss mun koma upp í Landsbankadeildina og Víðir í 1. deildina. Það yrðu svo sannarlega gleðitíðindi fyrir Víði, var ekki langt frá því að tryggja sér keppnisrétt í 1. deildinni í sumar.
VF-MYND/Þorgils: Leikmenn Víðis gætu fengið það óvænta hlutskipti að leika í 1. deildinni á næsta ári.