Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir steinlá í úrslitum Lengjubikars
Miðvikudagur 30. apríl 2014 kl. 07:55

Víðir steinlá í úrslitum Lengjubikars

Það er óhætt að segja að Víðismenn hafi ekki riðið feitum hesti í C-úrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu í gær þar sem þeir töpuðu 6-0 gegn Berserkjum.

Leikurinn fór fram á Garðsvellinum í Garði en eins og lokatölur gefa til kynna sáu Garðbúar aldrei til sólar í leiknum, en staðan var 0-3 í hálfleik. Næsti leikur Víðis er í Borgunarbikarnum á laugardag en þá heimsækja þeir lið Árborgar á Selfossi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024