Víðir sló úrvalsdeildarlið úr bikarnum - Grindavík og Keflavík líka áfram
Þrjú Suðurnesjalið komust í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu með sigrum í gærkvöldi. Víðir vann frækinn sigur á úrvalsdeildarliði Þróttar úr Reykjavík í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik, Grindavík vann Skagamenn 3-1 þar sem Gilles Ondo skoraði öll mörk Grindvíkinga og Keflavík vann sigur á 3ju deildar liði Einherja, 2-0 þar sem Stefán Örn Arnarsson skoraði bæði mörkin.
Þannig er ljóst að fjögur lið af Suðurnesjum munu verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum, Víðir, Reynir, Grindavík og Keflavík.
VF-mynd úr safni - Gilles Ondo átti stórleik í gær og gerði öll þrjú mörk Grindvíkinga