Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir sigraði Hött í markaleik
Sunnudagur 16. júlí 2017 kl. 21:42

Víðir sigraði Hött í markaleik

Víðir sigraði Hött 4:3 á Egilsstöðum í dag í 2. deild karla. Þetta var mikill markaleikur þar sem sjö mörk voru skoruð áður en flautað var til leiksloka

Pawel Grudzinski skoraði 1. mark Víðis strax á 3. mínútu. Höttur skoraði næstu tvö mörkin og staðan var 2:1 fyrir Hött í hálfleik. Helgi Þór Jónsson jafnaði fyrir Víði á 52. mínútu. Höttur komst aftur yfir á 54. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aleksandar Stojkovic jafnaði aftur fyrir Víði á 65. mínútu. Síðasta mark leiksins var sjálfsmark mínútu síðar þegar boltinn fór inn í mark Hattar. Lokastaðan var því 4:3 fyrir Víði. Víðir er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig. Næsti leikur Víðis er laugardaginn 22. júlí á móti Vestra og fer leikurinn fram í Garðinum.