Víðir sigraði eftir að hafa lent undir
Víðir sigraði Fjarðarbyggð 2:1 á heimavelli í dag í 2. deild karla eftir að hafa lent undir. Fyrsta markið leit dagsins ljós á strax á 6. mínútu og var það Zoran Vujovic sem skoraði fyrir Fjarðarbyggð. Pawel Grudzinski jafnaði fyrir Víði á 38. mínútu. Sigurmarkið kom í seinni hálfleik og var það Patrik Snær Atlason sem skoraði það á 66. mínútu. Víðir er komið með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Myndband af facebooksíðu Víðis sem sýnir mörkin úr leiknum.