Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir sigraði á heimavelli og Þróttarar með sannfærandi sigur
Þróttarar og Víðismenn eru í ágætum málum í 2. deildinni. Vf-ynd/hilmarbragi.
Sunnudagur 26. ágúst 2018 kl. 13:09

Víðir sigraði á heimavelli og Þróttarar með sannfærandi sigur

Víðir sigraði 2:1 á Fjarðabyggð á heima­velli sínum í Garðinum í gær í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Nágrannar þeirra úr Vogum, Þróttarar náðu í sigur á Egilsstöðum.

Það var fjör í leiknum í Garði. Marinó Máni Atla­son og Dej­an Stamen­kovic fengu báðir beint rautt spjald á 32. mín­útu og léku því tíu í hvoru liði í um klukku­tíma. Andri Gísla­son kom Víði yfir á 32. mín­útu og Al­eks­and­ar Stoj­kovic jafnaði úr víti á 55. mín­útu. Mehdi Hadra­oui átti hins veg­ar loka­orðið á 72. mín­útu er hann tryggði Víði sig­ur­inn. Víðis­menn eru að sigla út úr mestu fall­hætt­unni. 
 
Á Eg­ils­stöðum vann Þrótt­ur Vog­um 3:1-sig­ur á Hetti. Örn Rún­ar Magnús­son kom Þrótti yfir á 32. mín­útu og Ragn­ar Þór Gunn­ars­son og Enok Eiðsson skoruðu tvö mörk sitt hvoru meg­in við hálfleik­inn og komu Þrótti í 3:0. Miroslav Babic minnkaði mun­inn fyr­ir Hött á 89. mín­útu úr víta­spyrnu. Þrótt­ar­ar sigla lygn­an sjó um miðja deild á sínu fyrsta ári í 2. deild.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024