Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Víðir missti niður forystuna í Suðurnesjaslagnum
Þróttarar leggja á ráðin í leiknum í kvöld.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. ágúst 2020 kl. 22:00

Víðir missti niður forystuna í Suðurnesjaslagnum

Íslandsmótinu í knattspyrnu var áfram haldið í kvöld og á Vogaídýfuvellinum mættust Þróttur og Víðir í 2. deild karla.

Víðismenn hafa verið í basli með sinn leik og eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar, þeir byrjuðu leikinn af krafti og það var spilandi þjálfari þeirra, Hólmar Örn Rúnarsson, sem kom þeim yfir á 8. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Marínó Jónsson bætti um betur fimm mínútum síðar (13') og staðan orðin vænleg fyrir Víðismenn, 0:2 Víði í vil.

Þróttarar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og á 18. mínútu náði Aleander Helgason að minnka muninn. Skömmu síðar fékk Jordan Tyler að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot (24') og Víðismenn því manni færri. Þeir fóru þó með 1:2 forystu inn í leikhlé.

Eins og við var að búast var seinni hálfleikur eiginlega einstefna að marki Víðis en það var ekki fyrr en á 77. mínútu að Þrótturum tókst að jafna þegar Víðismenn urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Má segja að þetta sé alveg dæmigert fyrir gengi Víðis í sumar, það virðist allt vinna gegn þeim.

Skömmu fyrir leikslok var Alexander Helgason aftur á ferð og skoraði sigurmark Þróttar í leiknum (89'), 3:2 Þrótti í vil og með sigrinum koma þeir sér í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Njarðvík sem sigraði Hauka í kvöld.

Víðismenn fagna í kvöld.

Það er óhætt að segja að í þessum fyrsta leik eftir að slakað var á sóttvarnareglum í íþróttum með snertingu að leikmenn og aðrir voru ekki tilbúnir að tileinka sér reglur Knattspyrnusambandsins um sóttvarnir. Leikmenn féllust í faðma við markaskorun og einnig sáust þjálfarar faðma leikmenn sem skipt var af leikvelli. Það er spurning ef áframhald verður á þessari hegðun hvort aftur verði gert hlé á leikjahaldi fyrr en síðar.

Hér má sjá reglur sem KSÍ hefur gefið út um sóttvarnir:

Reglur KSÍ um sóttvarnir
Í reglugerð KSÍ um sóttvarnir vegna æfinga, leikja og aðstöðu á leikvöllum og æfingasvæðum segir meðal annars:
„Leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða er óheimilt að fagna mörkum með snertingu.“
Hér má sjá myndir sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á Vogaídýfuvellinu í kvöld.



Þróttur Vogum - Víðir Garði| 2. deild karla 14. ágúst 2020