Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir missti leikinn niður í jafntefli manni fleiri
Þjálfarareymis Víðis bíður ærið verkefni en Viðismönnum, sem féllu úr 2. deild í fyrra, hefur ekki vegnað sem skildi í Íslandsmótinu í ár. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. júní 2021 kl. 13:11

Víðir missti leikinn niður í jafntefli manni fleiri

Víðir mætti Sindra á Hornafjarðarvelli í gær i sjöundu umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu. Víðismenn komust yfir í fyrri hálfleik en Sindri jafnaði í þeim síðari.

Arnór Björnsson skoraði mark Víðis á 34. mínútu og rétt fyrir leikhlé misstu Sindramenn mann út af.

Manni færri tókst Sindra að jafna leikinn á 49. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Þar við sat og Víðir situr í sjöunda sæti deildarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024