Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir mætir KV í fyrsta leik
Mánudagur 15. maí 2006 kl. 16:03

Víðir mætir KV í fyrsta leik

Víðir Garði hefur keppni í 3. deild í knattspyrnu í næstu viku og mætir þá KV í A riðli 3. deildar. Víðismenn voru nærri því að komast í 2. deild á síðustu leiktíð en féllu út í úrslitakeppninni.

„Við vorum nálægt því að fara upp í 2. deild í fyrra,“ sagði Elfar Grétarsson, þjálfari Víðis, í samtali við Víkurfréttir. „Þetta eru í raun tvö mót í 3. deildinni, það er deildarkeppnin og svo úrslitakeppnin en við erum líklegir til þess að vinna okkar riðil,“ sagði Elfar en Víðismenn voru með króatískan leikmann hjá sér á undirbúningstímabilinu og er hann væntanlegur til liðsins um helgina.

„Velibor Todarovic er 33 ára framliggjandi miðjumaður og hann er skemmtilegur og tekknískur leikmaður sem á eftir að hjálpa okkur mikið í sumar,“ sagði Elfar. Fáar breytingar hafa verið á Víðisliðinu frá síðustu leiktíð og þeir munu án vafa berjast hart fyrir því að koma sér upp um deild. Ásamt Víði telur Elfar að Grótta og KFS séu sterk lið í riðlinum en hann segir erfitt um vik að spá í 3. deildina þar sem svo miklar breytingar eigi sér stað á milli leiktímabila.

VF-mynd/ frá leik Víðismanna á síðustu leiktíð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024