Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir mætir ÍH í kvöld
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 15:16

Víðir mætir ÍH í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir tekur á móti ÍH í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.  Leikurinn fer fram á Garðvelli og hefst kl. 20.

Víðismenn hafa verið að gera ágætishluti í deildinni í sumar, eru taplausir og í 3. sæti eftir 7 leiki. Nokkuð víst er að Garðmenn muni fjölmenna á leikinn, sem hefur verið tekinn inn í dagskrá Sólseturshátíðarinnar sem hefst í kvöld.

Nágrannar Víðismanna í Reyni leika gegn Völsungi á Húsavík á morgun.


VF-mynd/JBO – Björn Bergmann Vilhjálmsson og félagar mæta ÍH í kvöld.