Víðir mætir FH í bikarnum
Víðir úr Garði fær svo sannarlega verðugt verkefni í Visa-Bikar karla í knattspyrnu þegar þeir mæta Íslandsmeisturum FH í 32-liða úrslitum.
Þrjú önnur Suðurnesjalið eru enn með í keppninni, bikarmeistarar Keflavíkur sækja Fjölni heim, Njarðvík fær Völsung í heimsókn og Stjarnan og Grindavík mætast á Stjörnuvelli.
Njarðvíkurleikurinn verður á sunnudaginn 19. júní, en hinir leikirnir fara fram daginn eftir.