Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. ágúst 2004 kl. 15:20

Víðir leikur gegn Selfossi í kvöld

Víðir tekur á móti Selfossi í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Víðismenn eru á hálum ís í deildinni og sitja sem stendur í 8. sætinu. Þeir hafa ekki náð sér á strik að undanförnu en þeir gætu enn rétt úr kútnum með góðum endaspretti.

Lið Selfoss er í 6. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Víði, en fyrri leikur liðanna fór 1-1 þar sem Björn Bergmann Vilhjálmsson skoraði fyrir Víði.

Leikurinn hefst kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024