Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir í Evrópukeppni
Þriðjudagur 10. júní 2008 kl. 12:18

Víðir í Evrópukeppni


Víðir úr Garði verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í Futsal, eða innanhússknattspyrnu, sem hefst með undankeppni í ágúst. Víðir leikur í 2. deild karla.
 
Gengið var frá umsókn Víðismanna fyrir skemmstu, en þeir unnu sér rétt til þátttöku með því að lenda í öðru sæti í Íslandsmótinu í futsal í vetur. Meistarar Vals ákváðu að vera ekki með að þessu sinni sökum anna á öðrum vígstöðvum og var Garðmönnum því boðið að taka þátt.
 
Þar sem Ísland er að taka þátt í fyrsta skiptið þá fara þeir sjálfkrafa í forkeppni sem leikin verður á tímabilinu 9. - 17. ágúst.  Dregið verður í riðla 2. júlí næstkomandi í höfuðstöðvum UEFA og þá mun einnig koma í ljós hvar verður leikið en leikið er í fjögurra liða riðlum.
Núverandi Evrópumeistarar eru Ekaterinburg frá Rússlandi en þeir sigruðu Murcia frá Spáni í úrslitaleik í apríl en leikið var í Moskvu.
 
Fyrsta Evrópukeppnin var haldin árið 2001 en keppnin hefur vaxið ár frá ári í takt við vaxandi vinsældir Futsal.


Vf-mynd/JBO - Björn Bergmann Vilhjálmsson og félagar leggja af stað í Evrópuævintýri í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024