Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 13:51
Víðir fær tvo nýja leikmenn
Tveir leikmenn hafa gengið í raðir fótboltaliðs Víðis. Það eru þeir Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld sem kom frá FH en hinn kemur úr Keflavík og heitir Þorbergur Geirsson. Báðir þessir leikmenn eru mikill liðsstyrkur og munu þeir berjast um sæti í byrjunarliði liðsins í sumar.