Víðir enn efstir
Víðir Garði bar sigurorð af GG frá Grindavík í gær, 1-0. Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli en Benóný Benónýsson gerði eina mark leiksins og sitt annað mark í röð fyrir Víði. Hann skipti nýverið yfir til félagsins frá Njarðvík.
Víðir er sem fyrr á toppi A-riðils 3. deildar og nú með 29 stig eftir 11 leiki. Þeir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.