Víðir byrjar vel
Víðismenn unnu góðan heimasigur á Aftureldingu, 3-2, í fyrsta leik liðanna í 2. deildinni.
Afturelding skoraði fyrsta markið þegar um 10 mín. voru liðnar af leiknum., en Víðismenn jöfnuðu fyrir leikhlé með góðu marki frá Birni Vilhjálmssyni.
Björn var aftur á ferðinni um miðjan síðari hálfleik og kom heimamönnum í 2-1 og virtist sigurinn í höfn, en á 87. mín. skoruðu þeir sjálfsmark og jöfnuðu leikinn 2-2.
Við þetta slysamark efldust Víðismenn og sóttu hart að marki Aftureldingar. Þeir uppskáru laun erfiðisins á 90 mín þegar Rafni Vilbergssyni var brugðið innan teigs. Rafn tók spyrnuna sjálfur og kom Víði í 3-2.
Næsti leikur Víðis er á næsta sunnudag er þeir mæta KFS. kl 15:00 á Garðsvelli.