Mánudagur 26. maí 2003 kl. 10:53
Víðir byrjar vel
Víðismenn byrja vel í 2. deild karla í knattspyrnu. Þeir eru með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum en Viðir sigraði KS um helgina 1-0 með marki frá Kára Jónssyni. Leikurinn fór fram Garðsvelli en mikil barátta einkenndi leik liðanna.