Víðir áfram en GG lá heima
Víðir Garði tryggði sig áfram í næstu umferð VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær en GG frá Grindavík mátti sætti sig við tap á heimavelli.
Víðismenn mættu Árborg á Selfossvelli og fóru með 4-1 sigur af hólmi. Mörk Víðismanna gerðu þeir Atli Rúnar Hólmbergsson, Haraldur Axel Einarsson, Marko Gavrilovic og Slavisa Mitic.
GG mætti Álftnesingum á Girndavíkurvelli og máttu sætta sig við 2-3 ósigur. Einar Helgi Helgason og Alexander Hafþórsson gerðu mörk GG í leiknum.
VF-mynd/ Úr safni