Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Vörnin í fyrirrúmi
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 11:21

Video: Vörnin í fyrirrúmi

Keflvíkingar sigruðu Fjölni 94 – 78 í fyrstu viðureign liðanna í 8 – liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Varnarleikur Keflavíkur var til mikillar fyrirmyndar og voru Fjölnismenn á tíma í vandræðum með að komast yfir sína eigin miðju.

Nokkuð jafnt var á með liðunum í upphafi leiks en Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, setti tóninn og að loknum 1. leikhluta höfðu Keflvíkingar yfir 31 – 20. 

Í 2. leikhluta komust Fjölnismenn hvorki lönd né strönd og juku Íslandsmeistararnir muninn úr 11 stigum í 23 stig fyrir leikhlé, 59 – 36.
 
Fjölnismenn virtust vera búnir að gefa leikinn upp á bátinn í seinni hálfleik en þeir gerðu aðeins 14 stig í 3. leikhluta og sigur Keflavíkur vís. Gestirnir náðu þó aðeins að klóra í bakkann undir lokin og urðu lokatölur 94 – 78 eins og áður greinir.
 
AJ Moye var stigahæstur hjá Keflavík með 26 stig en Vlad Boeriu átti sennilega sinn besta leik með Keflavík í vetur og gerði 16 stig og barðist af krafti. Þá áttu Sverri Þór Sverrisson, Jón N. Hafsteinsson og Gunnar Einarsson fínar rispur í liði Keflavíkur.

Grady Reynolds gerði 25 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst.

Tölfræði leiksins

Sjá myndbrot úr leiknum

Sjá viðtöl við Gunnar Einarsson og Benedikt Guðmundsson

Sjá myndasafn úr leiknum

VF - myndir/ JBÓ, [email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024