Video: Viðtal við Magnús Gunnarsson
Magnús Gunnarsson er sennilega ekki sá vinsælasti í vesturbænum um þessar mundir. Magnús gerði ótrúlega sigurkörfu fyrir Keflavík gegn KR er liðin mættust s.l. sunnudagskvöld. Sigurkarfan kom um leið og leiktíminn rann út en staðan var 92 – 92 en ævintýraleg sigurkarfa hjá Magnúsi landaði Keflavíkursigri 92 – 95.
Víkurfréttir tóku Magnús tali daginn eftir leikinn og spurðu hann m.a. út í sigurkörfuna og uppkomandi bikarleik millum Njarðvíkur og Keflavík n.k. sunnudag.