Video: Viðtal við Guðmund og Óskar
Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík leika sinn annan leik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu annað kvöld. Grindvíkingar lögðu Skagamenn 3-2 í eftirminnilegum leik í fyrstu umferðinni en Keflvíkingar urðu að sætta sig við 2-1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
Á morgun taka Keflvíkingar á móti nýliðum Víkings kl. 19:15 en Grindvíkingar heimsækja Fylki í Árbæinn og hefst sá leikur á sama tíma.
Video: Sjá viðtal við Guðmund Steinarsson, Keflavík, og Óskar Örn Hauksson, Grindavík.