Video: Sumarið erfitt eftir að Keflavík missti af lestinni
Það var eitthvað sem gerðist hjá Keflavíkurliðinu eftir bikarsigurinn á FH. Það var allt á uppleið hjá Keflavík en allt í einu náði liðið ekki sigri í 4-5 leikjum, segir Hólmar Örn Rúnarsson í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta eftir að Íslandsmótinu í knattspyrnu lauk í dag. Hann sagði að eftir að liðið missti af lestinni varð allt miklu erfiðara. Liðið hafi hins vegar verið ákveðið að enda mótið með stæl og það hafi svo sannarlega gerst í dag.
Viðtal við Hólmar Örn má sjá með því að spila myndbandið hér að neðan.