Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Sannfærandi hjá Stúdínum
Sunnudagur 19. febrúar 2006 kl. 17:52

Video: Sannfærandi hjá Stúdínum

Stúdínur unnu sannfærandi og öruggan sigur á Grindavík í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í gær, 88-73.

Leikurinn var jafn framan af og var staðan í hálfleik 35-34 fyrir ÍS. í seinni hálfleik sáu Grindavíkurstúlkur hins vegar aldrei til sólar og Stúdínur sigu smátt og smátt framúr.

Grindvíkingar voru ekki að finna Jericu Watson, þeirra skæðasta leikmann, í sókninni en reyndu þess í stað allt of mikið af 3ja stiga skotum með slökum árangri. Þá fór Maria Conlon loks að láta til sín taka með ÍS, en hún skoraði öll sín 25 stig í seinni hálfleik.

Stúdínur fögnuðu ákaft í leikslok, en vonbrigði Grindvíkinga voru mikil.

Myndskeið úr leiknum og viðtöl-Smellið hér

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024