Video: Keflavíkursigur í vindasömum leik
Keflvíkingar tryggðu sér fyrstu stig sumarsins í gærkvöldi þegar þeir lögðu Víkinga með naumindum á Keflavíkurvelli, 2-1.
Sigurmarkið skoraði Stefán Örn Arnarson, fyrrum leikmaður Víkinga, í uppbótartíma, fimm mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.
Leiksins verður ekki minnst fyrir glæsilega spilamennsku, en bálhvasst var af norðri sem gerði leikmönnum erfitt fyrir.
Keflvíkingar voru betri lengst af í fyrri hálfleik en áttu undir högg að sækja í þeim seinni þar sem Víkingar voru mun beittari í sóknaraðgerðum sínum. Hins vegar er spurt að leikslokum og mark Stefáns var síðasta spyrna leiksins.
Víkingar voru gríðarlega ósáttir við sigurmarkið og töldu að um rangstöðu hafi verið að ræða. Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, og aðstoðarmaður hans fengu rautt spjald fyrir mótmæli.
Hér má sjá myndskeið þar sem mörk leiksins eru klippt saman.
Hér má sjá viðtöl við Stefán Örn og Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflvíkinga.
Sigurmarkið skoraði Stefán Örn Arnarson, fyrrum leikmaður Víkinga, í uppbótartíma, fimm mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.
Leiksins verður ekki minnst fyrir glæsilega spilamennsku, en bálhvasst var af norðri sem gerði leikmönnum erfitt fyrir.
Keflvíkingar voru betri lengst af í fyrri hálfleik en áttu undir högg að sækja í þeim seinni þar sem Víkingar voru mun beittari í sóknaraðgerðum sínum. Hins vegar er spurt að leikslokum og mark Stefáns var síðasta spyrna leiksins.
Víkingar voru gríðarlega ósáttir við sigurmarkið og töldu að um rangstöðu hafi verið að ræða. Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, og aðstoðarmaður hans fengu rautt spjald fyrir mótmæli.
Hér má sjá myndskeið þar sem mörk leiksins eru klippt saman.
Hér má sjá viðtöl við Stefán Örn og Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflvíkinga.