Video: Keflavík í Höllina
Keflvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Njarðvík s.l. sunnudag í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 89 – 85. A.J. Moey átti stórleik og með sigrinum tókst Keflavík að leggja Njarðvík að velli í fyrsta skipti eftir að hafa látið í minnipokann sjö sinnum í röð. Keflvíkingar fögnuðu vel og innilega að leik loknum og mæta þeir Grindvíkingum í Höllinni í úrslitaviðureigninni þann 18. febrúar n.k.
Myndskeið úr kvennaleik Grindavíkur og Keflavíkur og karlaleik Grindavíkur og Skallagríms eru væntanleg inn á vf.is síðar í dag en myndskeiðin frá bikarsunnudeginum hafa tafist sökum tæknilegra örðugleika.
Smellið hér til að skoða myndskeið frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur
Myndskeið úr kvennaleik Grindavíkur og Keflavíkur og karlaleik Grindavíkur og Skallagríms eru væntanleg inn á vf.is síðar í dag en myndskeiðin frá bikarsunnudeginum hafa tafist sökum tæknilegra örðugleika.
Smellið hér til að skoða myndskeið frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur