Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Video: Keflavík í Höllina
Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 11:05

Video: Keflavík í Höllina

Keflvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Njarðvík s.l. sunnudag í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 89 – 85. A.J. Moey átti stórleik og með sigrinum tókst Keflavík að leggja Njarðvík að velli í fyrsta skipti eftir að hafa látið í minnipokann sjö sinnum í röð. Keflvíkingar fögnuðu vel og innilega að leik loknum og mæta þeir Grindvíkingum í Höllinni í úrslitaviðureigninni þann 18. febrúar n.k.

Myndskeið úr kvennaleik Grindavíkur og Keflavíkur og karlaleik Grindavíkur og Skallagríms eru væntanleg inn á vf.is síðar í dag en myndskeiðin frá bikarsunnudeginum hafa tafist sökum tæknilegra örðugleika.

Smellið hér til að skoða myndskeið frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024