Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Jafntefli í baráttuleik
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 14:04

Video: Jafntefli í baráttuleik

Grindvíkingar máttu sætta sig við jafntefli á heimavelli sínum í gærkvöld þegar baráttuglaðir eyjapeyjar komu í heimsókn. Lokastaðan var 0-0 sem gefur ekki alveg rétta stöðu af gangi leiksins sem var nokkuð fjörugur, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Eyjamenn stilltu upp fyrir sóknarbolta í upphafi leiks með þrjá sóknarmenn, hinn danski Ulrik Drost var ansi sprækur í oddi sóknarinnar en á vængjunum voru þeir Atli Jóhannsson og Pétur Runólfsson.

Heimamenn voru með hefðbundnari uppstillingu þar sem Jóhann Þórhallsson og Sinisa Kekic voru frammi en fyrir aftan þá voru Eysteinn Hauksson og GuðmundurAndri Bjarnason. Á köntunum voru þeir Óli Stefán Flóventsson og Óskar Örn Hauksson.

Eyjamenn byrjuðu betur og pressuðu hátt upp völlinn Drost gerði oft mikinn usla í vörn Grindvíkinga, en heimamenn voru ekki að koma sér í góð færi framan af. Varnarmaður gerði vel á 7. mín að hreinsa boltann af línu eftir að fyrrnefndur Drost lék sig í gegnum vörnina og gaf háan, stuttan bolta yfir Colin Stewart í markinu og inn á markteig.

Það átti hins vegar eftir að breytast. Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum eftir um stundafjórðungsleik og hreinlega óðu í færum á tímabili. Þar fóru fremstir þeir Óskar Örn og Jóhann sem hlýtur að naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt nokkur af þeim f´rum sem hann fékk í fyrri hálfleik.

Næst komust þeir að skora á 27. mínútu þegar Óskar átti góða stungusendingu inn á jóhann sem hljóp af sér Cristopher Vorenkamp og lagði knöttinn framhjá Hrafni Davíðssyni í markinu og í stöng.

Eftir fjörugan kafla þéttist pakkinn ámiðjunni hjá báðum liðum og síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik áttu eftir að vera forsmekkurinn af því sem koma skyldi.

Seinni hálfleikur var lítið fyrir augað og litu ekki mörg færi dagsins ljós. Þó komst varamaðurinn Mounir Ahandour í ákjósanlegt færi á 80. mínútu en skaut beint á Hrafn.

Video: Viðtöl við Óla Stefán Flóventsson og Sigurð Jónsson og svipmyndir úr leiknum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024