Video: Heimasigur í baráttuleik
Hið strandaða flutningaskip Wilson Muuga, sem hefur staðið óhreyft í Hvalsnesfjöru frá 19. desember í fyrra, virðist vera mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Mikið fjölmenni er við skipið alla daga, þó meira um helgar. Skipta bílarnir tugum sem koma að strandstaðnum daglega. Oftar en ekki labbar fólk svo niður í fjöruna til að taka mynd af skipinu.
Ágætur lesandi Víkurfrétta kom með þá hugmynd að það gæti verið góð fjáröflun t.d. fyrir björgunarsveitirnar að koma upp aðstöðu við strandstaðinn og selja þar kakó og kleinur, svo ekki sé talað um boli í öllum stærðum með merkingunni „Ég sá Wilson Muuga“.
Mynd: Frá strandstað Wilson Muuga á dögunum. Blaðamaður Víkurfrétta stoppaði á strandstað í stundarfjórðung og á meðan komu 15 bílar og tveir eða fleiri í hverjum bíl. VF-Hilmar Bragi