Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Grindavík lá að Ásvöllum
Föstudagur 6. janúar 2006 kl. 12:03

Video: Grindavík lá að Ásvöllum

Grindvíkingar máttu játa sig sigraða að Ásvöllum í gær er sprækir Haukar sigruðu þá í Iceland Express deild karla. Þetta var fyrsti leikur Ágústs Björgvinssonar með liðið og hefst þjálfaraferill hans hjá liðinu með miklum ágætum. Lokatölur leiksins voru 98 – 82 Haukum í vil.

Sóknarleikurinn var fyrirferðarmikill í 1. leikhluta en minna um vörnina þar sem honum lauk 29 – 32 Grindavík í vil.

Haukar klóruðu í bakkann og náðu forystunni í 2. leikhluta þegar um 2 mínútur voru til hálfleiks, 45 -44, en liðin gengu til búningsherberjanna í stöðunni 52 – 50 Haukum í vil.

Bandaríkjamaðurinn Jason Pryor lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í gær og gerði í honum 23 stig. Grindvíkingar hófu seinni hálfleik af krafti og gerði níu stig í röð án þess að Haukar næðu að svara en þeir rauðu létu það ekki slá sig út af laginu og höfðu yfir 75 – 70 fyrir loka leikhlutann.

Í fjórða leikhluta gekk mest allt upp hjá Haukum. Þeir juku muninn jafnt og þétt og Grindavík átti engin svör við góðum leik Hauka. Lokatölur voru 98-82 fyrir Haukum og þeir lyftu sér af botninum og eru nú með 4 stig eftir 12 leiki.

Hjá Grindavík gerði Jeremiah Johnson 21 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Nedsad Biberovic gerði 19 stig fyrir Grindavík og tók 11 fráköst. Minna fór fyrir Páli Axeli Vilbergssyni en vanalega, hann gerði 14 stig í leiknum en hitti aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Kristinn Jónasson var sterkur í gær en hann gerði 29 stig í liði Hauka og kom Jason Pryor honum næstur með 23 stig.

Smellið hér til að skoða myndbrot frá leiknum

Tölfræði leiksins

VF-myndir/ JBÓ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024