Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Video: Betri á öllum sviðum
Sunnudagur 26. mars 2006 kl. 19:01

Video: Betri á öllum sviðum

Njarðvíkingar voru betri á öllum sviðum gegn KR í Ljónagryfjunni í Iceland Express deildinni í dag en lokatölur í leik liðanna voru 101 – 65 Njarðvík í vil. Heimamenn höfðu undirtökin allt frá fyrstu mínútu og léku við hvern sinn fingur á meðan KR – ingar voru fjarri sínu besta.

Að loknum 1. leikhluta var staðan 28 – 11 Njarðvíkingum í vil og vörn heimamanna gestunum ofviða. Fannar Ólafsson gerði hvað hann gat til að berja samherja sína áfram í KR – liðinu en þeir virtust engu tali taka og voru undir 47 – 29 í hálfleik.

Í síðari háflleik hélt sýning Njarðvíkinga áfram og völtuðu þeir yfir KR, Jeb Ivey setti upp litla flugeldasýningu í 3. leikhluta með þriggja stiga körfum neðan úr bæ og liðið í heild barðist af krafti.

Njarðvíkingar fóru svo með stórsigur af hólmi eins og áður greinir 101 – 65 og hafa því 1-0 yfir í einvígi liðanna. KR – ingar fá Njarðvíkinga svo í heimsókn á þriðjudag kl. 19:15.

Jeb Ivey var stigahæstur hjá Njarðvík með 26 stig en þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Ólafsson gerðu báðir 15 stig hjá Njarðvík. Hjá KR var Pálmi Sigurgeirsson með 19 stig.

Tölfræði leiksins

Myndbrot úr leiknum

Viðtöl við Fannar Ólafsson, Halldór Karlsson og Einar Árna Jóhannsson

VF – myndir/ Þorgils, [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024