Video: Auðsótt stig á Ásvöllum
Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi og sóttu auðfengin stig hjá Haukum í Iceland Express deild karla í körfubolta. Lokatölur leiksins voru 72 – 97 Njarðvík í vil og var Jeb Ivey stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 24 stig.
Staðan að loknum 1. leikhluta var 16 – 32 og sáu Haukar aldrei til sólar eftir það. Í hálfleik var munurinn 15 stig eða 39 – 54.
Leikurinn var fremur bragðdaufur þó inn á milli mætti finna ágætis tilþrif. Síðari hálfleikurinn var forgangsatriði hjá Njarðvíkingum sem kláruðu leikinn með 25 stiga mun, 72 – 97. Jóhann Árni Ólafsson (13 stig) og Kristján Sigurðsson (11 stig) áttu fínar innkomur hjá Njarðvík en í liði Hauka var Jason Pryor stigahæstur með 17 stig.
Eftir sigurinn í gær eru Njarðvíkingar á toppi deildarinnar með 24 stig en þar á eftir koma KR, Keflavík og Grindavík öll með 20 stig.
Tölfræði leiksins
VF-myndir/ JBÓ