Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Ætlar að sækja titil með Keflavík næsta sumar
Laugardagur 26. september 2009 kl. 22:19

Video: Ætlar að sækja titil með Keflavík næsta sumar

Haukur Ingi Guðnason segir aðstæður í dag til að spila fótboltaleik hafa verið svakalegar. Haukur Ingi er í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta þar sem hann fer yfir sumarið hjá Keflavík. Hann segir liðið hafa gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta ári og um tíma hafi aðeins tveir verið í byrjunarliðinu sem léku með Keflavík í fyrra. Meiðsli hafi átt þátt í ekki betra gengi í sumar en næsta verk strákanna í liðinu sé að fara yfir árangur sumarsins.
Haukur ætlar að spila áfram með Keflavík og stefnir á að sækja titil með liðinu á næsta sumri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtal við Hauk Inga má sjá með því að spila myndbandið hér að neðan.