Video: 80 ára Víðismenn fóru upp um deild
Eftir 3-1 sigur gegn Þrótti Vogum - myndasafn
Víðismenn fögnuðu 80 ára afmæli félagsins með glæsibrag þegar þeir tryggðu sér sæti í 2. deild með 3-1 sigri á Þrótturum í kvöld á heimavelli sínum. Víðir er nú tólf stigum á undan liði Kára sem situr í 3. sætinu deildarinnar en Víðismenn eru í 2. sæti fimm stigum á eftir Tindastólsmönnum.
Staðan var 1-1 í hálfleik þar sem Milan Tasic skoraði fyrir Víðismenn og Kristinn Aron Hjartarson fyrir gestina frá Vogum. Aleksandar Stojkovic sá svo um að klára dæmið fyrir Víðismenn í síðari hálfleik með tveimur góðum mörkum.
Víðismenn léku síðast í 2. deild árið 2010. Fagnaðarlætin gríðarleg í leikslok þar sem leikmenn og stuðningsmenn tóku virkan þátt. Fyrirliðinn Björn Bergmann Vilhjálmsson var að vonum ánægður með sína menn eins og heyra má í viðtali hér að neðan þar sem sjá má fagnaðarlætin og tilþrifin úr leiknum.