Víðavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta
Fimmtudaginn 24. apríl kl. 11:00 verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta. Allir sem taka þátt fá verðlaunapening frá Bláa Lóninu. Dagskráin er eftirfarandi:
Hlaupið verður ræst frá sundlauginni. Skráning á staðnum frá kl. 10:30. Drykkir og bananar við endamark.
Hlaupinu verður skipt í eftirfarandi flokka:
Leikskólakrakkar (ásamt foreldrum/forráðamönnum/öfum og ömmum, foreldrum með barnakerrur osfrv.)
1.-2. bekkur
3.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
16 ára + (fullorðinsflokkur), hlaupa með 8.-10. bekk.
Búið er að einfalda hlaupaleiðina. Sjá nánar á kortinu.
Leikskólinn: Rauður hringur
1. og 2. bekkur: Rauður hringur
3.-4. bekkur: Gulur hringur
5.-7. bekkur: Gulur og rauður hringir
8.-10 bekkur: 3 gulir hringir
16+fullorðnir: 3 gulir hringir
Gulur hringur = 1,3 km
Rauður hringur = 1 km
Verðlaun:
Vetrarkort í Bláa Lónið fyrir fyrsta sæti í 5.-7. bekk, 8.-10, bekk og fullorðinsflokki.
Kort í Fjölskyldugarðinn fyrir fyrsta sæti í 1.-2. bekk og 3.-4 bekk.
FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA BÆJARBÚA ALLAN DAGINN. OPIÐ KL. 10:00-15:00.
Hlaupið verður kynnt í öllum bekkjum grunnskólans á morgun, miðvikudag.