„Við vinnum titilinn ef við spilum okkar leik“
Magnús Þór Gunnarsson ,leikmaður Keflvíkinga í körfuknattleik, átti skínandi leik á móti Breiðablik í gær þegar Keflvíkingar urðu deildarmeistarar. Hann skoraði 19 stig og þar á meðal mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom gestunum í fimm stiga forskot með „þristi“ á lokakaflanum. Magnús Þór sagði í samtali við Víkurfréttir að það hefði ekkert annað komið til greina en sigur í þessum leik. „Við gerðum það sem var lagt fyrir þó svo við hefðum nú átt að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Við unnum þó leikinn og það er það sem skiptir máli. Það kom ekki til greina að fara að treysta á að Njarðvík myndi vinna KR og því vildum við klára þetta sjálfir“.
Þú spilaðir vel, varstu ákveðin í að gera allt sem þú gast til að sigra?
„Já auðvitað gerði ég það, þetta eru skemmtilegustu leikirnir og í svona leikjum verður maður að spila vel enda er fær maður bara einn sjens“.
Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig?
„Mjög vel og ég held að heimaleikjarétturinn eigi eftir að fleyta okkur langt enda erum við taplausir þar í vetur. Við munum vinna titilinn ef við spilum okkar leik og spilum eins og við höfum verið að gera!
Þú spilaðir vel, varstu ákveðin í að gera allt sem þú gast til að sigra?
„Já auðvitað gerði ég það, þetta eru skemmtilegustu leikirnir og í svona leikjum verður maður að spila vel enda er fær maður bara einn sjens“.
Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig?
„Mjög vel og ég held að heimaleikjarétturinn eigi eftir að fleyta okkur langt enda erum við taplausir þar í vetur. Við munum vinna titilinn ef við spilum okkar leik og spilum eins og við höfum verið að gera!