Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 12. apríl 2002 kl. 13:46

„Við unnum leikinn á vörninni“ - sagði Friðrik Ragnarsson

Njarðvíkinga voru ánægðir í gær eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Keflavík í úrslitum Epson-deildarinnar í körfu. Friðrik Ragnarsson þjálfari og Teitur Örlygsson voru mjög sáttir þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali af þeim eftir leikinn... Friðrik Ragnarsson: „Við mættum bara ákveðnari til leiks. Við erum að koma úr erfiðu einvígi við KR en Keflvíkingar mættu kannski örlítið værukærari til leiks. Þeir hafa verið að spila á móti svæðisvörn í undanförnum leikjum og fá svo maður á mann á sig núna þar sem miklu meiri snerting á sér stað og Keflvíkingar voru bara ekki tilbúnir í það. Þeir þurftu kannski þennan leik til að átta sig á hlutunum en ég á von á þeim sterkari í næsta leik“.
„Við unnum þennan leik á vörninni og svo náðum við að nýta hæðarmuninn sem við höfum. Brenton var að spila góða vörn á Damon og þeir sem tóku við af honum stóðu sig einnig vel. Í sókninni vorum við þolinmóðir og vorum að hitta vel á meðan Keflvíkingar hittu illa“

Pete Philo var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og var að skora mikið, ertu sáttur við hans frammistöðu?
„Já ég er það. Pete Philo er frábær leikmaður, alveg sama hvað hver segir. Þegar hann er að spila vel lyftir hann okkur upp á annað plan og það verður erfitt að eiga við hann í þessari seríu“

Teitur Örlygsson var mættur aftur til leiks eftir meiðsli en hann átti þó rólegan dag: „Maður er að svona að skríða saman og þetta skánar svona dag frá degi þannig að ég fæ að vera meira og meira með þegar líður á“.

Bjuggust þið við svona auðveldum sigri?
„Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt því það fór gríðarleg orka í þetta hjá okkur. Þetta gekk nokkurn veginn eins og við lögðum upp með. Það var meiri stöðugleiki í okkar leik og við vorum að spila góða vörn út allan leikinn. Við stjórnuðum í raun leiknum allan tímann og Keflavík náði ekki að komast á „run“ eins og þeir gera oft og er það sterkri varnarvinnu að þakka. Þetta er bara einn leikur og þetta er ekki búið. Það hefur gerst áður að við sigrum hérna og töpum svo heima en við ætlum ekki að láta það gerast aftur“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024