Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Við stefnum á gullið“
Sunnudagur 28. janúar 2018 kl. 06:00

„Við stefnum á gullið“

Ólafur Ólafsson var kjörinn íþróttamaður ársins hjá Grindavík árið 2017, en hann spilar körfubolta með meistaraflokki karla í Grindavík og er fæddur og uppalinn Grindvíkingur. Ólafur segir það mikinn heiður að hafa fengið þessa nafnbót og að þetta hafi verið góður endir á árinu.

Enginn bjóst við okkur í úrslitum
Þegar Ólafur er spurður hvað standi upp úr á síðasta ári segir hann það vera árangurinn sem liðið náði en Grindavík komst í úrslit í körfunni og lék við KR um það hvort liðið stæði uppi sem Íslandsmeistari. „Við náðum að koma öllum á óvart og það var geðveikt að fara svona langt. Hjá mér stendur líka upp úr að hafa verið valinn í úrvalslið KKÍ, það var mikill heiður, en fyrst og fremst var það árangur okkar í körfunni sem stóð upp úr og þetta var hrikalega skemmtilegur vetur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn dagur í einu
Ólafur segir það alltaf gaman að æfa og spila fyrir uppeldisklúbbinn sinn og hann hefur sett sér þá reglu að taka bara einn dag í einu því hann veit ekkert hvað gerist á morgun hjá sér. „Ég sé það líka fyrir mér á næstu árum að ég verði betri útgáfa af sjálfum mér með hverjum deginum sem líður, en ég tek eitt skref í einu.“
Leikur þrjú í DHL höllinni á móti KR í úrslitunum segir Ólafur hafa verið sætasti sigurinn ásamt leik tvö í fjögurra liða úrslitunum gegn Tindastóli.

Gull en ekki silfur
Grindavík stefnir á gullið í vor eða Íslandsmeistaratitilinn í körfu, en Ólafur segir lykilinn af góðum árangri vera sá að æfa vel. „Æfa meira en aðrir, fá góðan svefn, borða hollan og góðan mat og vera tilbúinn að skuldbinda sig.“

Alltaf jafn skemmtilegt í körfubolta
Ólafur hefur æft körfu frá unga aldri og segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Ég veit ekki hvað það er sem heillar mig helst við körfuna en mér finnst þetta bara svo ógeðslega skemmtilegt. Bara það að koma inn í íþróttahúsið og fara inn í klefa og hitta strákana er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Ég gæti ekkert í körfubolta ef ég hefði ekki gaman af honum og hefði gaman með þeim sem eru með mér í liði.“

[email protected]