Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 4. apríl 2002 kl. 13:15

„Við höfðum tækifæri á að framlengja tímabilið“ - segir Helgi Jónas

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið að stíga upp í liði Grindvíkinga upp á síðkastið og verið að spila glimmrandi vel í úrslitakeppninni. Hann er helsti skorari Grindvíkinga ásamt Tyson Petterson og í leikjunum við Keflavík hefur hann verið með um 19 stig að meðaltali í leik. Helgi sagði að það hefði verið að duga eða drepast í síðasta leik....

Þið spiluðuð vel í síðasta leik, var önnur stemmning í hópnum?
„Það var náttúrulega bara að duga eða drepast fyrir okkur því ef við hefðum tapað væri þetta allt saman búið. Við höfðum þarna tækifæri á að framlengja tímabilið og gerðum það. Það var í raun ekkert öðruvísi stemmning í hópnum þannig lagað en við mættum töluvert afslappaðir til leiks. Leikurinn í kvöld leggst því mjög vel í mig og ég vona að menn mæti með sama hugarfar í leikinn og reyni að bæta aðeins við“.
Eru þið með betra lið en Keflavík?
„Það er erfitt að segja. Þeir hefa sýnt það í vetur að þeir eru betra lið enda deildarmeistarar en í úrslitakeppni getur allt gerst. Ég tel þó að við séum með betri einstaklinga en við höfum kannski ekki náð að sanna okkur sem skildi sem lið“.
Hver er ykkar helsti styrkur?
„Jaaa, við erum auðvitað með mjög góða einstaklinga og þegar við náum að stilla okkur saman geta fá lið stöðvað okkur. Við erum með góðar skyttur og það geta flest allir í liðinu hitt vel fyrir utan. Tyson Petterson hjálpar okkur líka mikið með því að splúndra vörn andstæðinganna og svo finnur hann opnu mennina eða skorar sjálfur, þannig að það er mjög sterkt að hafa hann“.
Má búast við mikilli stemmningu í kvöld?
„Já ég vona að fólk fjölmenni á leikinn og að stemmningin verði eins og á síðasta leik í Grindavík en úrslitin verði þó önnur. Það mættu fáir til Keflavíkur enda var fólkið í bænum eflaust búið að gefast upp en við sýndum að við erum ekki hættir“.
Það hefur verið talað mikið um það í fjölmiðlum að Damon Johnson sé allt í öllu hjá Keflavík, eru Keflvíkingar „eins manns lið“?
„Nei, alls ekki. Keflvíkingar hafa fullt af góðum leikmönnum en ef þeim vantar körfu hafa þeir alltaf Damon Johnson til að klára dæmið og hann breggst yfirleitt ekki. Keflavík er frábært lið og t.d. eru Guðjón Skúlason, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson allt góðir leikmenn. Damon gefur þeim þó aukinn kraft og þeir fá aukna trú á sjálfum sér þegar þeir spila með honum enda frábær leikmaður“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024