Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Við erum hundfúlir að ná ekki lengra,“ segir Guðjón Skúlason
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 23:32

„Við erum hundfúlir að ná ekki lengra,“ segir Guðjón Skúlason

„Við höfðum bara ekki úthald í varnarleikinn og misstum af þeim,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið gegn KR í kvöld í oddaleik undanúrslita Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í DHL höllinni. Lokatölur voru 105-89 KR í vil og Keflvíkingar eru því komnir í sumarfrí.

„Við komum okkur í góða stöðu eftir fyrsta leikhluta en dettum svo í þá gryfju að fara klára hlutina óskynsamlega sóknarlega og fáum á okkur hraðaupphlaup í kjölfarið. Þetta er eitthvað sem við vissum en hvað getur maður sagt. Þetta er það sem maður öskrar og biður menn um að hafa í huga en ef þetta síast ekki inn að þá er erfitt að fara breyta því þegar komið er í leikinn,“ sagði Guðjón.

Keflvíkingar byrjuðu sterkir og áttu góða forystu eftir fyrsta fjórðung en þá var staðan 23-30 fyrir Keflavík. Keflvíkingar náðu svo mest tíu stiga forskoti þegar lítið var liðið af öðrum fjórðungi.

KR-ingar duttu þá í gang og Keflvíkingar sáu ekki til sólar eftir það. Staðan í hálfleik var 55-42 fyrir KR og munurinn aðeins jókst eftir það. Thomas Sanders var svo rekinn úr húsi þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum og Keflvíkingar búnir að gefast upp. Loka tölur 105-86.

Stigahæstir hjá Keflavík í kvöld voru Thomas Sanders með 27 stig og 7 fráköst, Andrija Ciric með 19 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 18 stig og 9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson með 13 stig og 7 stoðsendingar og Gunnar Einarsson með 12 stig.

Myndasafn frá leiknum kemur inn á vefinn á morgun.

[email protected]



Keflvíkingar með vonleysið uppmálað þegar um þrjár mínútur eru eftir af leiknum.





Keflvíkingar þökkuðu stuðningsmönnum sínum vel fyrir þrátt fyrir tapið og sögðu þá eiga hrós skilið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024