Victoría Ósk er Íþróttamaður Sandgerðis
Victoría er einn besti kvenkeppandi landsins í taekwondo
Victoría Ósk Anítudóttir taekwondokona var kjörin Íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2016. Við sama tækifæri var afhent viðurkenning frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði og var það Guðjón Ólafssons sem hlaut viðurkenninguna.
Victoría er í dag einn besti ef ekki besti kvenkeppandi landsins í unglingaflokkum og er í unglingalandsliði Íslands. Victoría er góður og einbeittur íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri á síðustu árum en hún hefur stundað íþróttina frá unga aldri. Hún var valin taekwondo kona Keflavíkur á síðasta ári. Victoría æfir með afrekshóp félagins og sýndi miklar bætingar á síðasta ári þar sem hún vann til 7 gullverðlauna og einna brons verðlauna. Victoría náði góðum árangri þegar hún sigraði opna skoska meistaramótið í haust en þar keppti hún við sterka keppendur í mjög spennandi bardögum. Hún hefur verið aðstoðarþjálfari og dómari og hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Victoría varð Íslandsmeistari 2016 og var ósigruð í bardaga á árinu. Hún varð; Íslandsmeistari í liðakeppni, bikarmeistari í liðakeppni, var valinn besti keppandi á bikarmóti, hún vann þar að auki tvenn bikarmót í bardaga og vann þrenn gull í tækni, allt með yfirburðum.
Íþróttamenn hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2016 og voru einnig tilnefndir til kjörsins.
Ástvaldur Ragnar Bjarnason – boccia
Birgir Þór Kristinsson – motorsport
Gestur Leó Gujðjónsson - körfuknattleikur
Hafsteinn Rúnar Helgason - knattspyrna
Pétur Þór Jaidee - golf
Victoría Ósk Anítudóttir - taekwondo