Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Victoría og Svanur taekwondofólk ársins
Fimmtudagur 22. desember 2016 kl. 14:16

Victoría og Svanur taekwondofólk ársins

Victoría Ósk Anítudóttir og Svanur Þór Mikaelsson eru taekwondofólk Reykjanesbæjar og Keflavíkur 2016. Þau hafa bæði átt frábært ár þar sem þau hafa unnið marga frækna sigra. Bæði unnu þau öll bikarmót ársins í bardaga og urðu Íslandsmeistarar. Auk þess unnu þau bæði til gullverðlauna á opna skoska meistaramótinu í nóvember. Svanur vann einnig allar fjórar keppnisgreinarnar á Reykjavik International Games ásamt því að vera valinn besti keppandi leikanna. Svanur keppti á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Kanada nú í haust. Svanur er auk þess taekwondo maður Íslands 2016 sem er mikill heiður og viðurkenning fyrir gott ár.

Taekwondo deild Keflavíkur hefur náð frábærum árangri innanlands sem erlendis á síðustu árum og eru m.a. ríkjandi Íslands- og Bikarmeistarar. Deildin hefur átt taekwondo keppanda Íslands 11 sinnum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024